Næsta kynslóð tals í texta: Frá einfaldri talgreiningu í fjölhátta líkön
Gögn | Data06.02.2026
Talgreiningarlíkön fyrir íslensku eru þjálfuð á hljóði og samsvarandi texta, og læra að varpa hljóði í texta. Eftirvinnsla gerir úttakið svo læsilegra.Slík líkön standa sig ágætlega, en ný kynslóð líkana leyfir einnig að þjálfa beint á textum til að fá innbyggða máltilfinningu. Slík þjálfun skilar betri íslensku, færri villum, betri notendaupplifun og opnar á fjölbreyttara úttak, svo sem að sýna hver talar og hvenær.
Róbert Fjölnir Birkisson
Miðeind
Hugbúnaðarverkfræðingur
Róbert vinnur að hagnýtingu gervigreindar, m.a. með tengingum milli gervigreindarlíkana okkar og annars hugbúnaðar. Hann er með MSc gráðu í „Complex adaptive systems“ frá Chalmers-háskóla í Svíþjóð og BSc í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.