Ljósleiðarar vara við eldgosi
Í aðdraganda eldgosa, þegar kvika er að þrýsta sér leið til yfirborðs, aflagast jarðskorpan. Þessar hreyfingar er hægt að mæla á ljósleiðurum fjarskiptafyrirtækjanna og nota til að vara við eldgosi. Mælingarnar eru gerðar með svokölluðum ljósvaka, eða Distributed Acoustic Sensing Interrogator. Í þessu erindi segjum við frá tækninni og hvernig hún er nýtt til að greina hreyfingar kviku í jarðskorpunni og vara við því að eldgos sé að hefjast. Einnig verður næsta kynslóð mælitækja, sem geta sinnt svipuðu eftirliti yfir þúsundir kílometra um sæstrengi. kynnt.
Vala Hjörleifsdóttir
Vala Hjörleifsdóttir er dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Völu við HR beinast einkum að bættum aðferðum til náttúrueftirlits og jarðhitaleitar. Hún er með BSc próf í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í jarðskjálftafræði frá Caltech í Kaliforniu. Hún var áður dósent í UNAM háskólanum í Mexikóborg og forstöðukona nýsköpunar og framtíðarsýnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur birt fjölda greina í ritrýndum vísindatímaritum og leiðbeint bæði masters og doktorsnemum.