Skip to main content

Hlaðborð máltæknitóla

GÖGN (DATA)

Í haust lauk Máltækniáætlun I, metnaðarfullri áætlun stjórnvalda um þróun innviða fyrir íslenska máltækni. Vel á annað hundrað afurðir: tól, líkön og gagnasöfn, er niðurstaða áætlunarinnar. Allar afurðir eru gefnar út með opnum leyfum og er markmiðið að þær nýtist bæði til vöruþróunar og rannsókna. Síðastliðið sumar var sett upp miðlæg hugbúnaðarhirsla á GitHub fyrir opnar, íslenskar máltækniafurðir til þess að auðvelda aðgengi, hvetja til notkunar og áframhaldandi þróunar. Í fyrirlestrinum verður þetta hlaðborð máltæknitóla kynnt og dæmi gefin um hvernig nýta má tól og gögn í fjölbreyttu umhverfi.

Anna Björk Nikulásdóttir

Grammatek
Framkvæmdastjóri

Anna Björk lauk M.A. prófi í máltækni frá háskólanum í Heidelberg, Þýskalandi. Hún hefur unnið mikið á mörkum rannsókna og þróunar í máltækni, bæði sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Anna Björk er einn höfunda skýrslunnar "Máltækni fyrir íslensku 2018-2023. Verkáætlun", sem lá Máltækniáætlun I til grundvallar, og hún var verkefnastjóri Samstarfs um íslenska máltækni á árunum 2019-2021 og 2023-2024.