Skip to main content

Rafsjór rekaviða: Óskilamunir Internetsins

Öryggi | Security    06.02.2026

Hvernig veldur vanrækt lén stolnum LinkedIn aðgangi? Hvernig kaupir maður óvart Eldum Rétt? Rekaviðir, yfirgefin lén, þjónustur og aðrir stafrænir innviðir, er öryggisógn sem fer sívaxandi og ekki er útlit fyrir að lát verði á í náinni framtíð. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hinar ýmsu birtingarmyndir þeirra ógna sem rekaviðir geta skapað, frá yfirtöku höfuðléna til mögulegra árása á alþjóðlegar ríkisstofnanir. Vandamálið verður krufið bæði frá persónulegu sjónarhorni og einnig farið yfir stærri rannsóknir og dæmi úr alþjóðlegu samhengi sem sýna hversu útbreitt vandamálið er.

Hjalti Magnússon

Ambaga
Meðstofnandi

Hjalti hefur starfað við hugbúnaðarþróun, háskólakennslu og sem sérfræðingur á sviði netöryggis með áherslu á árásaprófanir. Hann er meðstofnandi Ambögu, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði netöryggis. Hann er einnig formaður Gagnaglímufélags Íslands sem heldur Netöryggiskeppni Íslands og sér um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu.