Hjalti hefur starfað við hugbúnaðarþróun, háskólakennslu og sem sérfræðingur á sviði netöryggis með áherslu á árásaprófanir. Hann er meðstofnandi Ambögu, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði netöryggis. Hann er einnig formaður Gagnaglímufélags Íslands sem heldur Netöryggiskeppni Íslands og sér um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu.