Skip to main content

Prófanir í heimi spunagreindar

Hugbúnaðarþróun | Software Dev    06.02.2026

Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að þróa gervigreindarlausnir sem skapa virði. Síðustu ár hafa þróast aðferðir til að takast á við nýjar áskoranir. Hugbúnaður sem nýtir spunagreind, líkt og allur annar hugbúnaður, krefst prófana áður en hann er gerður aðgengilegur notendum. Hvernig er hægt að prófa hugbúnað þar sem inntakið - skilaboð notandans - getur verið gríðarlega fjölbreytt og útkoma hugbúnaðarins er tilviljunum háð? Þetta gerir það að verkum að hefðbundnar aðferðir í hugbúnaðargerð eins og einingarprófanir virka illa. Þessi kynning fjallar um aðferðafræði sem hefur reynst árangursrík við þróun hugbúnaðarlausna sem hugsa með spunagreind.

Fannar Freyr Bergmann

DataLab
Gervigreindarsérfræðingur

Fyrirlesari hefur unnið sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum hjá DataLab undanfarin tvö ár og fyrir það sem verktaki á sama sviði. Hefur unnið að þróun og innleiðingu fjölbreyttra sérsmíðaðra gervigreindar- og spunagreindarlausna fyrir ýmsa aðila á íslenskum markaði.