Skip to main content

Þegar B2B verður mannlegt: lærdómar úr heilbrigðistækni

Hugbúnaðarþróun | Software Dev    06.02.2026

Í heilbrigðistækni eru notendur sjaldnast einn hópur. Sama lausn þarf að nýtast læknum, hjúkrunarfræðingum, stjórnendum og sjúklingum sjálfum. Þegar margir ólíkir notendur deila sama kerfi þarf skýra nálgun til að tryggja virði fyrir hvern hóp. 

Með dæmum úr heilbrigðisgeiranum verður sagt frá því hvernig mannleg nálgun, markviss notendaskilningur og náið samstarf í innleiðingu getur skapað vörur sem starfsfólk vill nota og stjórnendur kaupa.

Einar Geirsson

Helix Health
Forstöðumaður nýsköpunar

Einar er mikill vörustjórnunar- og tækniáhugamaður sem unnið hefur við að byggja hugbúnaðarvörur í meira en áratug bæði í B2B og B2C. Síðustu 5 ár hefur hann unnið innan heilbrigðistækni. Fyrst í Svíþjóð sem forstöðumaður vöruþróunar hjá Platform24, einu stærsta patient engagement platform á Norðurlöndum, og núna sem forstöðumaður nýsköpunar hjá Helix Health.