Skip to main content

Vegferðin að samræmdum heilbrigðisgögnum – mat á OpenEHR staðlinum

Hugbúnaðarþróun | Software Dev    06.02.2026

OpenEHR setur ný viðmið í meðferð og skipulagi heilbrigðisgagna – þar sem gögnin lifa lengur en kerfin sjálf. Með því að aðskilja gögn og kerfi opnast nýir möguleikar á sveigjanleika, endingu og samvirkni milli lausna. Innleiðing slíks gagnastaðals hefur víðtæk áhrif á stafræna þróun í heilbrigðiskerfinu.

Undanfarið hefur verið unnið að tilraunaverkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem kynnt verður hér á UT-messunni. Jafnframt hefur verið opið óformlegt samtal við fagfólk og áhugasama í gegnum vettvanginn 'OpenEHR og vinir, þar sem fræðsla og umræður hafa átt sér stað. Mikill áhugi hefur komið fram varðandi sameiginlega vettvanginn.

Svava María Atladóttir

Heilbrigðisráðuneytið
Sérfræðingur

Svava María starfar sem sérfræðingur í heilbirðisráðuneytinu. Hún hefur víðtæka reynslu af þróun heilbrigðiskerfa bæði sem framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala og sem ráðgjafi í þróun sjúkrahúsa og heilbrigðisfyrirtækja í Bandaríkjunum.

Svava María er meðhöfundur bókana 'Discovery Design: Charting New Directions in Healthcare Improvement' og 'Healthcare by Design: A Handbook for Changemakers'