Vegferðin að samræmdum heilbrigðisgögnum – mat á OpenEHR staðlinum
OpenEHR setur ný viðmið í meðferð og skipulagi heilbrigðisgagna – þar sem gögnin lifa lengur en kerfin sjálf. Með því að aðskilja gögn og kerfi opnast nýir möguleikar á sveigjanleika, endingu og samvirkni milli lausna. Innleiðing slíks gagnastaðals hefur víðtæk áhrif á stafræna þróun í heilbrigðiskerfinu.
Undanfarið hefur verið unnið að tilraunaverkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem kynnt verður hér á UT-messunni. Jafnframt hefur verið opið óformlegt samtal við fagfólk og áhugasama í gegnum vettvanginn 'OpenEHR og vinir, þar sem fræðsla og umræður hafa átt sér stað. Mikill áhugi hefur komið fram varðandi sameiginlega vettvanginn.
Svava María Atladóttir
Svava María starfar sem sérfræðingur í heilbirðisráðuneytinu. Hún hefur víðtæka reynslu af þróun heilbrigðiskerfa bæði sem framkvæmdastjóri þróunar á Landspítala og sem ráðgjafi í þróun sjúkrahúsa og heilbrigðisfyrirtækja í Bandaríkjunum.
Svava María er meðhöfundur bókana 'Discovery Design: Charting New Directions in Healthcare Improvement' og 'Healthcare by Design: A Handbook for Changemakers'