Skip to main content

Ný kynslóð gagnainnviða með Databricks og nútíma þróunarferlum

HUGBÚNAÐARÞRÓUN (SOFTWARE DEVELOPMENT)

Gagnainnviðir hafa setið eftir í hraðri þróun ferla í hugbúnaðargerð undanfarin ár. Á sama tíma hefur skýið sannað sig sem rekstrarumhverfi framtíðarinnar. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig hægt er að nota nýjustu strauma í rekstri og þróun hugbúnaðar eins og innviði í kóða (infrastructure as code) og sjálfvirka útgáfustýringu við þróun gagnaumhverfa. Með notkun Databricks og annara skýjalausna er hægt að byggja upp hagkvæma, skilvirka og trausta gagnainnviði með lítilli fyrirhöfn.

Tryggvi Jónsson

Motus
Forstöðumaður gagnalausna

Tryggvi hefur starfað við þróun hugbúnaðar og gagnalausna síðan 2007. Hann er með doktorspróf í hagnýtri tölfræði frá DTU í Kaupmannahöfn og verkfræðingur í grunninn. Í dag vinnur hann hjá Motus sem forstöðumaður gagnalausna þar sem hann vinnur að uppbyggingu gagnadrifnna þjónustulausna. Áður hefur hann starfað hjá sprotafyrirtækjum sem og stærri fyrirtækjum við hugbúnaðargerð með áherslu á gagnavísindi.