Skip to main content

Nýtum gögnin betur: snjallar aðferðir í gervigreindarþróun

Gögn | Data    Eldborg    15:15

Skortur á fjölbreyttum gögnum til þjálfunar á tauganetslíkönum er stór áskorun þegar kemur að þróun máltæknilausna fyrir lítil tungumál eins og íslensku. Í þessum fyrirlestri skoðum við nýstárlegar og sjálfvirkar leiðir til þess að fá sem mest út úr fyrirliggjandi gögnum, hvort sem um er að ræða tal- eða textagögn. Þá förum við yfir raunverulegt dæmi um hvernig búa má til verðmæt gögn frá grunni með hjálp spunagreindar.

Linda Heimisdóttir

Miðeind
Framkvæmdastjóri

Linda Heimisdóttir er framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Linda er með doktorspróf í málvísindum frá Cornell háskóla í Bandaríkjunum og starfaði um árabil sem verkefnastjóri og verkefnastofnstjóri (e. Program Manager) í máltæknigeiranum þar vestra áður en hún gekk til liðs við Miðeind í ársbyrjun 2023.