Linda starfaði í mörg ár hjá Íslandsbanka þar sem hún leiddi stafræna umbreytingu með góðum árangri. Linda hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar en einnig býr hún yfir reynslu í upplýsingatækni þá sérstaklega í stafrænni vöruþróun og kerfishögun. Í dag leiðir Linda stafræna þróun hjá Högum þar sem hún tekst á við nútímavæðingu í rótgrónu umhverfi.