Stafræn vegferð í stormi stuðorða og tískustrauma
Hverjar eru helstu áskoranir og stefnur sem fylgja því að leiða 10 ára stafræna vegferð í heimi síbreytilegrar tækninnar.
Með eigin stafrænuvegferð sem dæmi skoðum við helstu mílusteina og þær aðferðir sem hafa reynst ómissandi við forgangsröðun og stjórnun vegferðarinnar seinustu 5 ár og hvernig næstu 5 ár líta út.
Hvernig best er að sigla um flókinn heim „best-of-breed“ og „best-of-tech“ lausna, glíman við tæknifordóma og trúarbrögð í tækni og hvenær á að taka upp nýjasta nýtt og hvenær á að einbeita sér að kjarnanum.
Förum yfir mikilvægi þess að hafa skýra IT stefnu, gott samstarfs og fagleg vinnubögð til að ná árangri. Hvernig er hægt byggja upp sterkt teymi, afla stuðnings hagaðila s.s. stjórnar og tryggja að vegferðin sé ekki aðeins árangursrík heldur líka skemmtileg.
Markmiðið er að veita hagnýt ráð og innblástur fyrir stjórnendur og teymi sem vinna að langtíma stafrænni umbreytingu.
Hilmar Karlsson
Hilmar er týpískur verkfræðingur með skoðanir á öllu og mikla þörf fyrir að nýta verkfræðilega nálgun til að finna lausnir á vandamálum.
Hann hefur starfað við upplýsingatækni og stjórnun í meira en 25 ár og er nú framkvæmdastjóri ferla og upplýsingatækni hjá 1700 manna aðlþjóðlegu flutningafyrirtæki og ber þar ábyrgð á rekstri, þróun og innleiðingum á upplýsingatæknilausnum fyrir fyrirtækið og stafrænni stefnu þess.