Skip to main content

Ferkantað fjör - innleiðing ISO27001 í „litlum“ fyrirtækjum

STJÓRNSÝSLA (GOVERNANCE)

„Þarftu“ að innleiða ISO 27001 og veistu ekki hvar þú átt að byrja? Hvernig færðu alla starfsmenn með þér í lið að innleiða öryggisvenjur án þess að þeim líði eins og þau séu að sleikja sandpappír? Því traustið stendur og fellur með veikasta hlekknum. Förum yfir reynslusögu frá 15 manna vinnustað sem innleiddi ISO 27001 á nokkrum mánuðum.

Tinna Hallbergsdóttir og Jón Björgvin Stefánsson

Taktikal
Tinna er Chief Compliance Officer hjá Taktikal og hefur yfir 15 ára reynslu af gæða- og upplýsingaöryggismálum í trygginga- og hugbúnaðargeirunum og er með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár unnið í að byggja upp stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Taktikal og öryggismenningu ásamt því að sinna  vöruþróun og ráðgjöf um trausta ferla til viðskiptavina í fjármálageiranum.
 LinkedIn
Jón Björgvin er rekstrarstjóri (Chief Operating Officer) og meðstofnandi Taktikal sem sérhæfir sig í traustþjónustum, þar sem hann nýtir yfir 20 ára reynslu sína af hugbúnaðarþróun í fjármála- og tryggingageiranum bæði á Íslandi og í Evrópu. Jón hefur mikinn áhuga á samvinnu, uppbyggingu góðrar fyrirtækjamenningar og samskiptum í hugbúnaðargerð, og hvernig innleiða má nútímaleg útgáfuferli sem styðja við menningu fyrirtækisins.