Skip to main content

Hvernig nýtum við stefnur og staðla til að innleiða kröfur NIS2 á árangursríkan hátt?

STJÓRNSÝSLA (GOVERNANCE)

NIS2 tilskipun ESB, um ráðstafanir fyrir hátt sameiginlegt netöryggisstig í Evrópu, gerir strangari kröfur til netöryggis fjölmargra aðila í ólíkum geirum sem teljast til nauðsynlegra og mikilvægra innviða. Fylgni við NIS2 er mikilvæg fyrir viðkomandi aðila en felur jafnframt í sér  tækifæri til að flýta tæknilegri þróun, draga úr tækniskuld og ná viðskiptalegum markmiðum í öruggu stafrænu umhverfi sem hægt er að byggja á til framtíðar.

Alma Tryggvadóttir

Deloitte
Director

Alma leiðir netöryggis- og persónuverndarþjónustu Deloitte og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á sviði netöryggis, persónuverndar, áhættustýringar og stjórnarhátta. Hún er vottaður úttektaraðili skv. ISO27001 og hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við greiningu og innleiðingu flókins regluverks og stefnumótun á sviði netöryggis og persónuverndar með það að markmiði að efla viðnámsþrótt, reglufylgni og styrkja varnir þeirra gegn síbreytilegum netógnum.