Alma leiðir netöryggis- og persónuverndarþjónustu Deloitte og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á sviði netöryggis, persónuverndar, áhættustýringar og stjórnarhátta. Hún er vottaður úttektaraðili skv. ISO27001 og hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við greiningu og innleiðingu flókins regluverks og stefnumótun á sviði netöryggis og persónuverndar með það að markmiði að efla viðnámsþrótt, reglufylgni og styrkja varnir þeirra gegn síbreytilegum netógnum.