Frá samtali til vefs í loftið: Hvernig AI flýtir fyrir ferlinu
STAFRÆN SJÁLFVIRKNI (DIGITALIZATION)
Fjallað er um helstu áskoranir við að nýta gervigreind til að skrifa efni fyrir vefinn. Tekin dæmi um hvernig slíkt virkar í praxís og hvernig hið mannlega heldur áfram að vera mikilvægur þáttur. Farið djúpt ofan í notkun á viðeigandi „prompt“ fyrir viðeigandi efni, nálgun og orðalag. Einnig farið yfir hvernig gervigreind nýtist til að stytta langan texta og draga fram aðalatriðin. Sýnidæmin eru sýnd „live“ og því fá áhorfendur góða tilfinningu fyrir verkferlinu í raun.
Pétur Rúnar Guðnason
Stefna
Markaðsstjóri, ráðgjafi
Pétur er ráðgjafi og markaðsstjóri hjá Stefnu þar sem ástríða er fyrir notendamiðaðri hönnun fyrir öll. Áður var hann í 10 ár vefstjóri hjá Vodafone á Íslandi og steig þar áður fyrstu skrefin á internetinu hjá Margmiðlun hf.