Skip to main content

Þegar tveir og tveir verða meira en fjórir: Samþætting gervigreindar

GÖGN (DATA)

Með því að samþætta ólíkar gervigreindarlausnir má finna nýjar leiðir til þess að leysa flókin verkefni á aðgengilegan máta fyrir almenning og fyrirtæki. Í þessum fyrirlestri skoðum við hvernig tenging ólíkra lausna, sem snúa m.a. að textavinnslu, talgreiningu og tölvusjón, getur skipt sköpum og aukið notagildi til muna. Við förum yfir dæmi þar sem áhersla verður lögð á lausnir fyrir íslenskt umhverfi og skoðum helstu áskoranir sem þarf að yfirstíga við útfærslu slíkra lausna.

Linda Heimisdóttir

Miðeind
Framkvæmdastjóri

Linda Heimisdóttir er framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Linda er með doktorspróf í málvísindum frá Cornell háskóla í Bandaríkjunum og starfaði um árabil sem verkefnastjóri og verkefnastofnstjóri (e. Program Manager) í máltæknigeiranum þar vestra áður en hún gekk til liðs við Miðeind í ársbyrjun 2023.