Skip to main content

Gagnaflækja hins opinbera

GÖGN (DATA)

Gögn liggja víða hjá hinu opinbera, allt frá grunnskrám eins og þjóðskrá, fasteignaskrá, fyrirtækjaskrá og ökutækjaskrá til sértækra gagna eins og heilsu- og sjúkraskráa, skattagagna o.fl. Aðgengi að gögnum er lykilþáttur í stafrænni þjónustuveitingu til almennings.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um það hvernig bæta megi þjónustu við almenning með því að gera gögnin aðgengilegri og hvernig tryggja megi gagnaflæði með öruggu gagnasamskiptalagi. Farið verður yfir það sem er að gerast í Evrópu hvað varðar gagnarými (e. Data Spaces) og gagnasamskipti þvert á landamæri.

Birna Íris Jónsdóttir

Stafrænt Ísland
Framkvæmdastjóri

Birna Íris tók við sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í nóvember 2023. Áður hefur hún starfað sem stjórnandi í upplýsingatæknideildum Össur, Haga, Sjóvá og Landsbankanum. Birna Íris er tölvunarfræðingur með MBA og diplóma í jákvæðri sálfræði.