Skip to main content

Veiku hlekkirnir sem mynda birgðakeðjurnar

ÖRYGGI (SECURITY)

Umræða um öryggi birgðakeðjunnar hefur verið að færast í aukana vegna yfirvofandi NIS2-tilskipunar. En hvað er eiginlega stafræn birgðakeðja, hvernig getur orðið öryggisbrestur í henni og hvaða áhrif getur það haft? Í þessum fyrirlestri verður kafað í stafrænar birgðakeðjur frá sjónarmiði hakkarans með dæmum um veika hlekki í birgðakeðjum. Farið verður yfir hvað telst til stafrænnar birgðakeðju og hvernig ambögur í öllum hlekkjum birgðakeðjunnar eru nýttar til að brjótast inn á kerfi fyrirtækja. Að lokum verður farið yfir hvaða aðferðum er hægt að beita til að herða öryggi birgðakeðjunnar. Fyrirlesturinn verður miðaður að bæði leikmönnum og fagaðilum og fer ekki of djúpt í tæknileg smáatriði. Áheyrendur munu öðlast betri skilning á hvað telst til stafrænnar birgðakeðju ásamt því að sjá hvar hætturnar leynast í birgðakeðjunni.

Níels Ingi Jónasson

Ambaga
Meðstofnandi

Níels Ingi er sérfræðingur í öryggi hugbúnaðar og hefur reynslu að því að herða öryggi hugbúnaðar bæði frá sjónarhorni innbrotsprófara og innra öryggisteymis. Í dag starfar hann við öryggi hugbúnaðar hjá Ambögu, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði netöryggis. Meðfram starfi kemur hann að Gagnaglímufélagi Íslands en félagið sér um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu.