Skip to main content

Óður til einfaldleikans

HUGBÚNAÐARÞRÓUN (SOFTWARE DEVELOPMENT)

Þegar vörur eru ekki að ná útbreiðslu til viðskiptavina er náttúrulegt að vilja bæta við nýrri virkni til að búa til meira virði. En hvað ef hið andstæða er oft áhrifaríkara?

Í þessum fyrirlestri skoðum við mikilvægi þess að skerpa fókusinn og hvernig það að taka burt eiginleika getur gert vörur betri. Við skoðum dæmi um vörur sem sigruðu heiminn þegar fítusar voru fjarlægðir og heimsþekktar vörur sem dóu sem uppblásin skrímsli sem enginn elskaði.

Hvaða fítusar eru að halda aftur af þínum vörum?

Arnar Ágústsson

Advania
Deildarstjóri vörustýringar

Arnar Ágústsson er vörustjóri með reynslu af því að leiða alþjóðleg þróunarteymi. Ferill hans hófst sem byggingarverkfræðingur en hann rataði inn í vörustjórnun í gegnum röð tilviljana sem leiddu til þess að hann uppgötvaði ástríðu fyrir nýsköpun í hugbúnaðargeiranum. Arnar vill ólmur deila reynslu sinni, sérstaklega mistökunum, í þeirri von að veita öðrum innblástur til að leggja fyrir sig vörustjórnun.