Skip to main content

Valdefling einstaklingsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar

HEILBRIGÐISTÆKNI (HEALTH TECH)

Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum sem verða erfiðari viðureignar á komandi árum. Fólk fær þjónustu frá sífellt fleiri og sérhæfðari aðilum sem kallar á nýja nálgun í samþættingu og yfirsýn. Í þessari kynningu munu tveir framkvæmdastjórar heilsutæknifyrirtækja deila sameiginlegri sýn varðandi umbyltingu á hönnun persónumiðaðra heilbrigðislausna.

Kjarninn í sýninni byggir á að valdefla fólk sem þarfnast þjónustu. Við trúum á virka þátttöku einstaklingsins í eigin heilsu með yfirsýn yfir flæði upplýsinga milli lækna, stofnana og annara þjónustuveitenda. Opið og öruggt flæði heilbrigðisupplýsinga er lykillinn að árangri og opnar fyrir hagnýtingu á gervigreind til að létta undir þar sem við á.

Með þessum hætti getur tæknin haft þýðingarmikil áhrif á sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Við hlökkum til að deila sýn okkar á umbreytinguna sem þarf að eiga sér stað og hvernig tæknin getur stuðlað að betri og persónulegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla Íslendinga.

Arna Harðardóttir og Finnur Pálmi Magnússon

Helix Health og dala.care
Framkvæmdastjórar
Arna er framkvæmdarstjóri Helix Health og brennur fyrir því að knýja fram breytingar í heilbrigðiskerfinu með stuðningi tækninnar. Hún er eindreginn talsmaður þess að sameina fyrirtæki sem starfa á sviði heilbrigðistækninýsköpunar til að ná markvissari árangri í að leysa flóknar áskoranir heilbrigðiskerfisins í dag.
 LinkedIn
Finnur er stofnandi og framkvæmdastjóri dala.care - hann hefur unnið við stafræna vöruhönnun í meira en 25 ár og nýtir alla sína þekking í dag til að hjálpa fólki að lifa sínu besta lífi heima, lengur.