Hvers vegna er svona erfitt að einblína á virði í stað virkni?
Mörg vöruteymi eiga það til að festast í svokallaðri „virknis-hamstrahjól“ þar sem þau framleiða stöðugt nýja virkni fyrir vöruna án þess að það feli í sér aukalegt virði fyrir notendur. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hvers vegna það getur verið áskorun fyrir teymi að færa sig frá slíkum hugsunarhætti og yfir í aukna virðissköpun.
Farið verður yfir algengar gildrur eins og misræmi hvata, takmarkaður skilningur á þörfum notenda og ekki síst einangruð teymi, sem oft leiðir til að þau einblína eingöngu á framleiðsluna án þess að leiða hugann að virðissköpun.
Fyrirlesturinn byggir á raunverulegum reynslusögum og dæmum um hvernig hægt er að bera kennsl á slíkar hindranir og yfirstíga þær á farsælan hátt.
Einar Geirsson
Einar Geirsson er reynslumikill leiðtogi á sviði vöruþróunar með yfir áratugs reynslu af því að stækka vörur og teymi í hröðum vexti. Hann er ástríðufullur áhugamaður um vöruþróun og hefur djúpan áhuga á öllum þáttum sem snúa að því að skapa framúrskarandi vörur.
Einar starfar í dag sem forstöðumaður vöruþróunar hjá Platform24 Healthcare, einu stærsta B2B heilbrigðistæknifyrirtæki í norðurhluta Evrópu. Einar og teymi hans þróa vörur sem gera sjúklingum kleift að nálgast heilbrigðisþjónustu, og hafa vörur þeirra verið notaðar af milljónir sjúklinga í Evrópu.