EU Digital Identity Wallet – stafræn þjónusta yfir landamæri
ESB áformar að tryggja íbúum allra landa á evrópska efnahagssvæðinu (ESB og EFTA lönd) örugga rafræna auðkenningu þvert á lönd og landamæri. Þessi rafræna auðkenning verður byggð inn í veski sem kallast „EU Digital Identity Wallet“. Veskinu er enn fremur ætlað að gera notendum kleift að sækja gögn og réttindi og miðla þeim til aðila sem hafa óskað eftir gögnunum, panta og greiða fyrir þjónustu innan EES, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum.
Útgáfa veskisins verður skylda fyrir öll ríki á evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er þátttakandi í einu fjögurra pilot verkefna um veskið, NOBID Consortium. Notendasögur tilraunaverkefnisins eru m.a. rafræn auðkenning og greiðslur þvert á landamæri.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir stöðu verkefnisins, samstarf landanna sex sem taka þátt í því, NOBID Consortium, og hvaða þýðingu það hefur fyrir þjónustuveitendur og notendur hjá hinu opinbera og á einkamarkaði.
Haraldur Bjarnason
Haraldur er viðskiptafræðingur og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Auðkennis síðan 2011. Hann hefur áratuga reynslu í upplýsingatækni, starfaði áður í fjármálaráðuneytinu með sérstaka áherslu á málefni er varða notkun ríkisins á upplýsingatækni.