Skip to main content

„Það tekur enginn eftir þessu“ - Breytingar í tæknirekstri

REKSTUR (OPERATION)

Breytingastjórnun virðist vera á allra vörum um þessar mundir en hvernig henni er beitt er breytilegt eftir hópum, aðstæðum og verkefnum. Oft sjáum við hana skýrt í breytingum hjá fyrirtækjum/stofnunum, í framendum eða fínum nýjum kerfum, en hvað með þegar henni er beitt í  almennum rekstri á upplýsingatækniinnviðum?

Breytingar á upplýsingatækniinnviðum  geta verið flóknar á marga vegu en eru nauðsynlegur hluti af rekstri og fyrir stafræna vegferð. Hvernig sinnum við breytingastjórnun í stoðum upplýsingatækninnar þegar kröfur eru miklar en verkin oft ósýnileg?

Ársól Þóra Sigurðardóttir

Reykjavíkurborg
Breytingastjóri upplýsingatækniinnviða

Hef um 10 ára reynslu í upplýsingatæknigeiranum og unnið við ýmis störf á því sviði. Var lengst af í fjarskiptageiranum bæði hjá 365 miðlum og Vodafone og sinnti þar hlutverkum á borð við verkefnastjóri, vörustjóri, sérfræðingur í stafrænni þróun og deildarstjóri fjarskiptaþjónustu. Í dag er ég hjá Reykjavíkurborg sem breytingastjóri upplýsingatækniinnviða.