Skip to main content

Eru Netöryggismál hin nýja Tækniskuld?

ÖRYGGI (SECURITY)

Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi netöryggis í rekstri fyrirtækja og hvers vegna það ætti að vera forgangsmál í öllum fyrirtækjum. Með vaxandi flækjustigi UT-kerfa er öryggismálum oft ýtt til hliðar vegna fjárhags- og tímaþrýstings. Í þessum fyrirlestri eru dregin fram dæmi og reynslusögur sem varpa ljósi á hættuna við að safna upp "öryggisskuldum," sem geta orðið dýrar að greiða niður. Fyrirlesturinn inniheldur einnig samanburð á útgjöldum sem fara í netöryggismál milli atvinnugreina og fjallar um hvernig fyrirtæki geta borið sín útgjöld saman við iðnaðarviðmið til að sjá hvar þau standa. Að lokum eru lagðar fram aðgerðir til að tryggja að netöryggismál séu sett ofar í forgangi í daglegum rekstri fyrirtækja.

Guðjón Ágústsson

Syndis
COO - Chief Operating Officer

Guðjón býr yfir 12 ára reynslu í upplýsingatækni og stjórnun og hefur unnið í ráðgjöf tengdri netöryggismálum, stafrænum umbreytingum, sjálfvirknivæðingu og upplýsingatæknirekstri með góðum árangri. Hjá Syndis starfar hann sem svokallaður rekstrarhakkari og sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum fjárhags-, sölu- og markaðsmálum ásamt því að undirbúa fyrirtækið fyrir frekari vöxt innanlands og utan. Hann er mjög heppinn að fá að starfa með og læra af öflugustu sérfræðingum landsins í netöryggi, sem eru stanslaust að efla varnir og viðnámsþrótt fyrirtækja og stofnana gegn netöryggisógnum.