Skip to main content

Erum við að ætlast til of mikils?

HUGBÚNAÐARÞRÓUN (SOFTWARE DEVELOPMENT)

Hugmyndafræðin að færa til vinstri í virðiskeðju hugbúnaðarþróunar allskonar hluti sem eru nauðsunlegir skilvirkum útgáfuferlum, er góð og gild eins og tölfræðin sýnir. Það er hinsvegar allskonar önnur tölfræði líka að koma fram sem sýnir að birtingarmynd þessa er oft á tíðum aukið álag og flækjustig í starfi upplýsingatæknistarfsfólks sem leiðir til kulnunar. Sumir hafa stungið upp á Shift Down sem mögulegri lausn, en í þessum fyrirlestri ætlar Heiðar að velta upp hugmyndinni um Shift Out sem mögulega raunhæfari kosti fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir í sókn og metnaði sínum að viðskiptalegum markmiðum.

Heiðar Eldberg Eiríksson

APRÓ
Teymisleiðtogi

Heiðar Eldberg Eiríksson, teymisleiðtogi hjá APRÓ, er sérfræðingur í skýjavæðingu kerfa. Hann hefur áður starfað m.a. hjá Controlant þar sem hann tók þátt í að leiða AWS-skýjavegferð fyrirtækisins samtímis sem heimsfaraldurinn geisaði og hjá CCP Games þar sem hann hafði umsjón með skýjahýsingum.