Afhending íslensku vefverðlauna SVEF á UTmessunni
8. febrúar 2013 kl. 17 í Eldborg
Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Foseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson veitir verðlaunin.
Dómnefnd fer vandlega yfir tilnefnda vefi og velur þá sem skara fram úr í hverjum flokki. Dómnefndina skipa 7-8 einstaklingar sem starfa í vefgeiranum.
Stjórn SVEF skipar í dómnefndina en unnið er úr tilnefningum til hennar sem eru öllum frjálsar. Áhersla er lögð á að setja saman breiðan hóp sem samanstendur af fólki með ólíkan sérfræðiþekkingu og starfar hjá ólíkum fyrirtækjum.
Veitt eru verðlaun í 11 flokkum. Þar af eru 7 flokkar sem hægt er að tilnefna til en aðrir eru í höndum dómnefndar og félagsmanna.
Flokkar sem hægt er að tilnefna í:
• Besti sölu- og kynningarvefurinn (yfir 50 starfsmenn)
• Besti sölu- og kynningarsvefurinn (undir 50 starfsmenn)
• Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn
• Besta markaðsherferðin á netinu
• Besti smá- eða handtækjavefurinn
• Besti afþreyingar- og/eða fréttavefurinn
• Besti blog/efnistök/myndefni
Dómnefnd veitir þar að auki þrenn auka verðlaun:
• Frumlegasti vefurinn
• Besta útlit og viðmót
• Besti íslenski vefurinn
Félagar í SVEF kjósa svo um athyglisverðasta vefinn á árinu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.svef.is