Skip to main content

Sýning - laugardaginn 19. mars 2011

Laugardaginn 19. mars verður sýning opin almenningi í byggingu HR í Öskjuhlíð þar sem öll fyrirtæki sem vilja kynna áhugaverð verkefni í upplýsingatækni geta tekið þátt.

Opið verður í HR frá kl. 11 til 16 og verður aðgangur ókeypis. Stórt sýningarsvæði verður í aðalrými auk þess sem kynningar á ýmsum upplýsingatækniverkefnum verða í fyrirlestrarsölum og sagt frá námsframboði í greininni. Sýningarbásar fyrirtækja verða á aðalsvæði í Sólinni.  Einnig munu nokkur sprotafyrirtæki sýna afurðir sínar og háskólarnir kynna nám og verkefni í tölvunarfræði.

Gaman væri að sjá sem flesta mæta á staðinn - sérstaklega yngra fólk sem stendur frammi fyrir spurningunni "hvað ætla ég að verða þegar ég er orðin stór?"

Örkynningar á skemmtilegum lausnum og verkefnum verða í gangi allan daginn í fyrirlestrarsölum.

Meðal sýnenda eru:
Skýrr - iSoft - Microsoft - Maritech - HÍ - HR - Valka - Locatify - Datamarket - NORDATA - Betware - Reiknistofa í veðurfræði - Medical Algorithms - Scope - Reiknistofa bankanna - Opin kerfi - Hátækni - Tölvumiðlun - MindGames - Strikamerki - IIIM - Videntifier Technologies - Leggja.is - Nethönnun - CLARA - Fancy Pants Global - CCP - Framvegis - Tækniskólinn - Skýrslutæknifélagið - Amivox

Sýningar- og örkynningadagskrá 2011