GÖGN (DATA) Norðurljós 14:05
Risamállíkön og íslensk menning: Hvar kreppir skórinn?
Allmörg gervigreindar-mállíkön hafa komið fram síðastliðið ár, sem sýna merki um menningarlegan skilning og geta sinnt ýmsum verkefnum. Skoðað verður hvernig mæla má málskilning og málmyndunargetu líkananna, og þekkingu þeirra á íslenskri menningu, til að leggja grunn að endurbótum. Einnig verður veitt innsýn í stöðu íslenskrar tungu og menningar í þessari tækni og hvar áskoranir liggja. Loks verður sagt frá fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um þróun á germönsku risamállíkani þar sem íslenska verður frá upphafi höfð í fyrirrúmi.
Þorvaldur Páll Helgason, Miðeind
Tæknistjóri (CTO)
Þorvaldur er tæknistjóri (CTO) Miðeindar og hefur yfirumsjón með tækni- og vöruþróun fyrirtækisins. Hann starfaði áður í Bretlandi, síðast hjá Apple að máltækniþróun Siri sem stjórnandi gervigreindarteymis. Þorvaldur hefur MSc-gráðu í gervigreind frá Edinborgarháskóla ásamt BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.
Allmörg gervigreindar-mállíkön hafa komið fram síðastliðið ár, sem sýna merki um menningarlegan skilning og geta sinnt ýmsum verkefnum. Skoðað verður hvernig mæla má málskilning og málmyndunargetu líkananna, og þekkingu þeirra á íslenskri menningu, til að leggja grunn að endurbótum. Einnig verður veitt innsýn í stöðu íslenskrar tungu og menningar í þessari tækni og hvar áskoranir liggja. Loks verður sagt frá fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um þróun á germönsku risamállíkani þar sem íslenska verður frá upphafi höfð í fyrirrúmi.
Þorvaldur Páll Helgason, Miðeind
Tæknistjóri (CTO)
Þorvaldur er tæknistjóri (CTO) Miðeindar og hefur yfirumsjón með tækni- og vöruþróun fyrirtækisins. Hann starfaði áður í Bretlandi, síðast hjá Apple að máltækniþróun Siri sem stjórnandi gervigreindarteymis. Þorvaldur hefur MSc-gráðu í gervigreind frá Edinborgarháskóla ásamt BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.