APPmessa 2013
Á UTmessunni verður sérstök APP keppni sem ber heitið APPmessa og er á vegum Microsoft Ísland.
Allir sem vilja geta tekið þátt í keppninni en lokadagur til að skila inn hugmyndum er fimmtudagurinn 31. janúar 2013.
Búið er að opna fyrir tilnefningar í gegnum Facebook síðu Microsoft Ísland
Keppt verður í tveimur flokkum:
A) Besta íslenska appið
Um að ræða app sem þegar eru til á markaði og aðgengileg notendum á netinu.
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Útlit og auðveld notkun
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Samhæfni við önnur tæki, miðla, vef
B) Besta hugmynd að nýju appi
Um er að ræða hugmynd að appi sem ekki er fáanlegt í dag (svo vitað sé)
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Framkvæmanleiki (hægt að gera hugmyndina að veruleika)
- Stærð markhóps/markaðar sem appið gæti náð til
Veitt verða þrenn verðlaun
A) Besta íslenska appið
B) Besta hugmyndin að appi
C) Hvatningarverðlaun fyrir app og/eða hugmynd sem þykir sérstaklega áhugaverð en komust ekki í úrslit
Þeir sem senda inn tilnefningar verða að vera tilbúnir til að koma í myndbandsupptökur þar sem þeir lýsa appinu/hugmyndinni stuttlega ef þeir komast áfram í úrslitakeppnina á APPmessu Microsoft á UTmessunni 9. febrúar.
Verðlaun
- 1. sæti í hvorum flokk fær Nokia Lumia 920 snjallsíma
Reglur
- Leyfilegt er að senda inn margar góðar hugmyndir
- Allir mega taka þátt nema þeir sem unnu að gerð þessarar keppni
- Engu máli skiptir hvort um er að ræða app fyrir síma eða spjaldtölvur
- Engu máli skiptir á hvaða stýrikerfi appið keyrir
- Einungis má tilnefna app sem þú sjálfur hefur gert
- Einungis má tilnefna sínar eigin hugmyndir
- Fimm tilnefningar til besta íslenska appsins komast í úrslit og fá tækifæri til að „pitcha“ appinu sínu á myndbandsupptöku ca. 1 – 2 mín. Þeim verður svo dreift á samfélagsmiðla og munu vinsældir þeirra þar hafa áhrif á ákvörðun dómnefndar sem tekur endanlega ákvörðun þann 9. febrúar á UTmessunni í Hörpu
- Sama fyrirkomulag er á bestu hugmyndinni nema að þá komast níu hugmyndir í úrslit
- Allir sem komast í úrslit munu kynna sitt app/sína hugmynd stuttlega í Rímu í Hörpunni þann 9. febrúar á milli kl 13 og 15
- Þeir sem komast í úrslit hugmyndakeppninnar geta fengið stuðning Microsoft til að gera hugmyndina að veruleika
- Hvatningarverðlaun til fyrir app og/eða hugmynd sem þykir sérstaklega áhugaverð (en komust t.d. ekki í úrslit)
- Hægt er að senda inn hugmyndir á Facebook síðu Microsoft Ísland frá 21. janúar til 31. janúar. Valið er úr innsendingum þann 1. febrúar. Video eru tekin upp 2. – 4. febrúar og munu koma á samfélagsmiðla 6. febrúar. Úrslit eru 9. febrúar.
- Í flokknum Besta íslenska appið er um að ræða app sem þegar eru til á markaði og aðgengileg notendum á netinu
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Útlit og auðveld notkun
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Samhæfni við önnur tæki, miðla, vef
Í flokknum Besta hugmynd að nýju appi
Um er að ræða hugmynd að appi sem ekki er fáanlegt í dag (svo vitað sé)
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Framkvæmanleiki (hægt að gera hugmyndina að veruleika)
- Stærð markhóps/markaðar sem appið gæti náð til
Disclaimer
- Hugmynd þín er þín eign og mun Microsoft ekki á neinn hátt ganga gegn því eða nota hugmyndina á neinn hátt
- Þau fyrirtæki sem unnu að gerð þessarar keppni mega ekki taka þátt
- Ekki er leyfilegt að senda inn gróft eða klámfengið efni eða á neinn hátt móðgandi