„Ég gat ekki sofið“: Nýsköpun með líf í húfi
Tæknibilanir og breytingastjórnun, þetta er sagan af þróun og innleiðingu brjóstaskimunarkerfis Landspítalans. Hugbúnaðarþróun er allur tilfinningarskalinn, en hvernig þróar þú upplýsingatæknikerfi þegar líf eru í húfi?
Þessi fyrirlestur byggist á meistararitgerð minni úr LSE sem fjallar ítarlega um þetta tiltekna mál, en viðtöl voru tekin við þróunaraðila, lækna sem unnu við kerfið (utan spítalans) og yfirmenn innan spítalans.
Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á mannlega þættinum í hugbúnaðarþróun, með heimfærslu yfir á áskoranir gervigreindar, en þetta stórfenglega mál fangar val á kerfi, þróun kerfisins, innleiðingu, tæknibilanir, breytingastjórnun = hugbúnaðarþróun með mjög sérhæfðum læknum þar sem líf voru í húfi.
Berglind Einarsdóttir
Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, sérhæfð í upplýsingatækni frá LSE. Hef starfað á báðum sviðum, m.a. á lögfræðisviði Arion banka og einnig sem vörustjóri hjá Creditinfo. Stofnaði Bentt til þess að brúa bilið á milli sérfræðinga og gervigreindar.