Fyrirlesturinn er reifarakennd umfjöllun um raunverulegt rafmyntar-sakamál sem kostaði fjölda einstaklinga stórfé. Svikahrappur sem notaðist við ýmis dulnefni á Discord-spjallrásum hafði á milli 70 og 150 milljónir á ári af fórnarlömbum sínum. Hvernig fór maðurinn að og hvaða aðferðum var beitt til að svipta af honum hulunni?