Skip to main content
GERVIGREIND (AI)    Eldborg    9:50

Mistök gervigreindar

Gervigreindin er allt í kringum okkur, hún getur skapar mikið virði fyrir samfélagið og væntingar okkar gagnvart henni eru miklar. En gervigreind er ekki gallalaus. Hún getur mismunað þjóðflokkum, kynjum og öðrum hópum á grundvelli eiginleika sem skipta engu máli. Henni hefur verið beitt við misalvarlegar aðstæður, allt frá flokkun mynda og þýðingu texta yfir í mat á því hvort einstaklingur muni brjóta aftur af sér sem er notað við að meta hvort viðkomandi fái fangelsisdóm eða ekki. Í þessu erindi förum við yfir dæmi um það hvernig gervigreind hefur verið hagnýtt og hvernig mistök hún hefur gert. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá áhættu sem fylgir því að treysta of mikið á gervigreind við viðkvæmar ákvarðanir og læra þannig af mistökum annarra.
Hafsteinn Einarsson, Háskóli Íslands
Lektor
Hafsteinn Einarsson er lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreining. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá ETH í Sviss og hefur sérhæft sig í máltækni og hagnýtingu gervigreindar. Hafsteinn kennir námskeið við HÍ um hagnýtingu gervigreindar og hefur unnið að rannsóknum á því sviði í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
LinkedIn logo
Gervigreindin er allt í kringum okkur, hún getur skapar mikið virði fyrir samfélagið og væntingar okkar gagnvart henni eru miklar. En gervigreind er ekki gallalaus. Hún getur mismunað þjóðflokkum, kynjum og öðrum hópum á grundvelli eiginleika sem skipta engu máli. Henni hefur verið beitt við misalvarlegar aðstæður, allt frá flokkun mynda og þýðingu texta yfir í mat á því hvort einstaklingur muni brjóta aftur af sér sem er notað við að meta hvort viðkomandi fái fangelsisdóm eða ekki. Í þessu erindi förum við yfir dæmi um það hvernig gervigreind hefur verið hagnýtt og hvernig mistök hún hefur gert. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá áhættu sem fylgir því að treysta of mikið á gervigreind við viðkvæmar ákvarðanir og læra þannig af mistökum annarra.
Hafsteinn Einarsson, Háskóli Íslands
Lektor
Hafsteinn Einarsson er lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreining. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá ETH í Sviss og hefur sérhæft sig í máltækni og hagnýtingu gervigreindar. Hafsteinn kennir námskeið við HÍ um hagnýtingu gervigreindar og hefur unnið að rannsóknum á því sviði í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
LinkedIn logo