Skip to main content
SJÁLFVIRKNI (AUTOMATION)    Silfurberg A    13:30

Hugverk í heimi sýndarveruleika

Í öðrum veruleika gengur avatarinn þinn um í Gucci fötum, drekkur Möet kampavín, fer á tónleika með stærstu listamönnum heims og lifir hinu fullkomna lífi - sýndarveruleikalífi. Í heimi þar sem allt er mögulegt og valmöguleikarnir eru endalausir, má allt? Hvernig fer með hugverkaréttindi listamanna, vörumerkjaeigenda, hönnuða og annarra sem njóta slíkra réttinda í raunheimi? Hvernig eru þeirra réttindi tryggð í heimi sýndarveruleikans?

Katla Lovísa Gunnarsdóttir, LOGOS lögmannsþjónusta
Héraðsdómslögmaður. Verkefnastjóri.
Ferilskrá (BIO)
Katla Lovísa Gunnarsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og tók eitt ár í skiptinámi við Háskólann í Stokkhólmi. Þar lagði hún m.a. stund á nám í hugverkarétti. Katla er verkefnastjóri hjá LOGOS lögmannsþjónustu og hefur hún starfað hjá stofunni frá árinu 2016. Helstu sérsvið Kötlu eru hugverkaréttur, persónuvernd og upplýsingatækni en einnig verktakaréttur, opinber innkaup, gjaldþrotaréttur, neytendaréttur og vinnuréttur.

Í öðrum veruleika gengur avatarinn þinn um í Gucci fötum, drekkur Möet kampavín, fer á tónleika með stærstu listamönnum heims og lifir hinu fullkomna lífi - sýndarveruleikalífi. Í heimi þar sem allt er mögulegt og valmöguleikarnir eru endalausir, má allt? Hvernig fer með hugverkaréttindi listamanna, vörumerkjaeigenda, hönnuða og annarra sem njóta slíkra réttinda í raunheimi? Hvernig eru þeirra réttindi tryggð í heimi sýndarveruleikans?

Katla Lovísa Gunnarsdóttir, LOGOS lögmannsþjónusta
Héraðsdómslögmaður. Verkefnastjóri.
Ferilskrá (BIO)
Katla Lovísa Gunnarsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og tók eitt ár í skiptinámi við Háskólann í Stokkhólmi. Þar lagði hún m.a. stund á nám í hugverkarétti. Katla er verkefnastjóri hjá LOGOS lögmannsþjónustu og hefur hún starfað hjá stofunni frá árinu 2016. Helstu sérsvið Kötlu eru hugverkaréttur, persónuvernd og upplýsingatækni en einnig verktakaréttur, opinber innkaup, gjaldþrotaréttur, neytendaréttur og vinnuréttur.