InfoGraphic

GR4 4923a
GR4 4924a
HR Sk Forseti
IMG 9154
IMG 9158
IMG 9160
IMG 9161
IMG 9163
IMG 9164
IMG 9165
IMG 9166
IMG 9167
IMG 9169
IMG 9170
IMG 9171
IMG 9172
IMG 9173
IMG 9175
IMG 9176
IMG 9178
IMG 9179
IMG 9180
IMG 9181
IMG 9182
IMG 9184
IMG 9186
IMG 9187
IMG 9191
IMG 9193
IMG 9200
IMG 9203
IMG 9204
IMG 9205
IMG 9206
IMG 9207
IMG 9210
IMG 9212
IMG 9213
IMG 9216
IMG 9217
IMG 9221
IMG 9222
IMG 9227
IMG 9229
IMG 9230
IMG 9233
IMG 9236
IMG 9238
IMG 9239
IMG 9241
IMG 9243
IMG 9247
IMG 9248
IMG 9249
IMG 9257
IMG 9262
IMG 9264
IMG 9265
IMG 9269
IMG 9270
IMG 9271
IMG 9273
IMG 9275
IMG 9278
IMG 9283
IMG 9284
IMG 9285
IMG 9291
IMG 9292
IMG 9293
Scope Forseti HR Sky

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.