Skip to main content
FRAMTÍÐ (FUTURE)    Eldborg    13:30

Hernaður og Netið - Þáttaskil fyrir Ísland

Með tilkomu nethernaðar verða ákveðin þáttaskil í varnarmálum Íslands, við berum sjálf ábyrgð á stafrænum innviðum landsins. Í fyrirlestrinum verður lýst hvernig Netið fellur inn í aðgerðafræði hernaðar hjá herjum og hvernig lagalegt umhverfi mótar val á vopnum í átökum. Einnig verður fjallað um stærstu og fjölþættustu netvarnaræfingu sem haldin er árlega. Sett er upp stafrænt samfélag með þúsundum sýndartölva. Árið 2022 tóku um 2600 manns þátt frá 32 ríkjum. Íslendingar taka þátt vorið 2023 og keppa með Svíum.

Sigurður Emil Pálsson, NATO Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence (CCDCOE)
Fræðimaður á Aðgerðafræðasviði (Researcher, Operations Branch)
Ferilskrá (BIO)
Sigurður Emil Pálsson er fræðimaður á vegum utanríkisráðuneytisins hjá aðgerðafræðasviði Öndvegisseturs NATO vegna netvarnarmála, Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence (CCDCOE). Sigurður Emil er með doktorspróf í eðlisfræði, var viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkisins um árabil og hefur tekið þátt í undirbúningi og stjórnun fjölmargra alþjóðlegra æfinga, auk þess að hafa komið að viðbrögðum á Íslandi vegna Tjernobyl-slyssins (1986) og Fukushima (2011). Síðasta áratug hefur Sigurður Emil unnið í ráðuneytum að netöryggismálum, verið formaður Netöryggisráðs frá upphafi til 2021 og stýrt vinnu við mótun íslensku netöryggisstefnanna 2015 og 2021. Hjá CCDCOE var honum falið að vera formaður undirbúningsnefndar CyCon ráðstefnunnar, sem er stærsta árlega alþjóðlega ráðstefna um átök og Netið. Hann tekur jafnframt þátt í undirbúningi Locked Shields (Skjaldborg) æfingarinnar, sem er stærsta og fjölþættasta netvarnaæfing sem er haldin árlega.

Með tilkomu nethernaðar verða ákveðin þáttaskil í varnarmálum Íslands, við berum sjálf ábyrgð á stafrænum innviðum landsins. Í fyrirlestrinum verður lýst hvernig Netið fellur inn í aðgerðafræði hernaðar hjá herjum og hvernig lagalegt umhverfi mótar val á vopnum í átökum. Einnig verður fjallað um stærstu og fjölþættustu netvarnaræfingu sem haldin er árlega. Sett er upp stafrænt samfélag með þúsundum sýndartölva. Árið 2022 tóku um 2600 manns þátt frá 32 ríkjum. Íslendingar taka þátt vorið 2023 og keppa með Svíum.

Sigurður Emil Pálsson, NATO Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence (CCDCOE)
Fræðimaður á Aðgerðafræðasviði (Researcher, Operations Branch)
Ferilskrá (BIO)
Sigurður Emil Pálsson er fræðimaður á vegum utanríkisráðuneytisins hjá aðgerðafræðasviði Öndvegisseturs NATO vegna netvarnarmála, Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence (CCDCOE). Sigurður Emil er með doktorspróf í eðlisfræði, var viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkisins um árabil og hefur tekið þátt í undirbúningi og stjórnun fjölmargra alþjóðlegra æfinga, auk þess að hafa komið að viðbrögðum á Íslandi vegna Tjernobyl-slyssins (1986) og Fukushima (2011). Síðasta áratug hefur Sigurður Emil unnið í ráðuneytum að netöryggismálum, verið formaður Netöryggisráðs frá upphafi til 2021 og stýrt vinnu við mótun íslensku netöryggisstefnanna 2015 og 2021. Hjá CCDCOE var honum falið að vera formaður undirbúningsnefndar CyCon ráðstefnunnar, sem er stærsta árlega alþjóðlega ráðstefna um átök og Netið. Hann tekur jafnframt þátt í undirbúningi Locked Shields (Skjaldborg) æfingarinnar, sem er stærsta og fjölþættasta netvarnaæfing sem er haldin árlega.