Skip to main content

Ratleikur á UTmessunni
Þátttakendum á UTmessunni er boðið að taka þátt í ratleik í snjallsíma sem haldinn er í 1. sinn leikinn opinberlega á vegum hugbúnaðarfyrirtækisins Locatify. Ratleikjaforritið Turfhunt hefur verið í þróun í eitt ár en vefsíða þar sem einstaklingar geta búið til eigin ratleiki og gefið út í snjallsímum er nú á lokastigum. Ratleikirnir eru gagnvirkir, nettengdir fjölspilaleikir þar sem ljósmyndir, áskoranir, hljóð, texti, kort og ýmsar vísbendingar tengdar GPS staðsetningu hafa áhrif á framvindu leiksins.

Einstaklingar og/eða lið með Android síma geta skráð sig til keppni í sýningarbás Locatify en lokað verður fyrir aðgang klukkan 20:00.
Leikurinn hefst við Grand Hotel og þáttakendur eru leiddir um nágrennið. Þrír stigahæstu þáttakendur hljóta í verðlaun aðgang að Turfhunt til að búa til eigin ratleiki hvar sem er á landinu.
Úrslit verða kynnt kl. 20:30 á sýningarsvæði UTmessunnar.

 

Nánar um framgang leiksins:

1. Leikur byrjar á tilteknum tíma þegar að liðin hafa skráð sig inn í leikinn úr símanum.
2. Ef leikurinn er einungs fyrir eitt lið eða einstakling þá byrjar hann þegar liðið hefur skráð sig til leiks.
3. Á skjá símans er hægt að sjá á korti hvar leikmaður er staddur, hvar hin liðin eru og hvar næsti fjársjóður er falinn.
4. Síminn gefur ábendingu um hvert á að fara til að finna fjársjóð.
5. Allar ábendingar byggja á sögumanni eða stuttum texta, myndum og pinnum á korti sem sýnir hvar á svæðinu gullið er falið.
6. Þegar að lið er komið á réttan stað birtist fjársjóðurinn og þá fær keppandi að leysa úr verkefni.
7. Þrautir gefa aukastig, orkueiningar og mögulegan sýndardrykk, sem gerir liðið ósýnilegt gagnvart öðrum liðum.
8. Markmið leiksins er að finna fleiri og verðmætari fjársjóði en hin liðin, safna þar með orkustigum og ljúka jafnframt leiknum á sem skemmstum tíma.