Skip to main content

UTmessan verður haldin í fjórða sinn 7. og 8. febrúar 2014 í Hörpu. 

Föstudaginn 7. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
Laugardaginn 8. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

Í undirbúningsnefnd 2014 eru eftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórn Ský
Guðmundur A. Þórðarson, stjórn Ský

Samstarfsaðilar:
Björn Þór Jónsson/Kristine Helen Falgren, Háskólinn í Reykjavík
Dagrún Briem, Háskóli Íslands
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins

Fyrir hönd Platinum samstarfsaðila:
Oddur Ö. Halldórsson, CCP
Inga S. Björgvinsdóttir, Promennt
Gísli Þorsteinsson, Nýherji
María Ingimundardóttir, Opin kerfi

Upplýsingar til fjölmiðla:

Arnheiður Guðmundsdóttir      This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                      861-2176
Steingrímur Sævarr Ólafsson  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   895-8557  

Ýmislegt um UTmessuna:

Hvað er UTmessan og fyrir hverja?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

Á  UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.  

UTmessan 2014 stendur yfir í tvo daga og þar má finna fjölmarga viðburði:

Föstudagurinn 7. febrúar – fyrir fagólk í UT geiranum:

Ráðstefna um nýjungar og það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 
Sýningarsvæði UTmessunnar er opið ráðstefnugestum allan daginn og þar verða öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna það sem hæst ber í tölvutækni.

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform. Þátttökugjaldi á ráðstefnuna er stillt í hóf en þó þannig að það standi undir kostnaði.

Laugardagurinn 8. febrúar – fyrir almenning:

Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu. Hverjum sýnanda er í sjálfsvald sett hvað og hvernig hann sýnir sig og sína vöru en sýnendur eru hvattir til að hafa að leiðarljósi að fræða sýningargesti um hvernig hægt er að nýta tölvutæknina í daglegu lífi. Margar getraunir og leikir verða í gangi í sýningarbásunum og einnig gefst fólki tækifæri til að sjá og upplifa persónulega nýjustu tölvutækni.

Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá.

Aðgangur að sýningarhluta UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Gríðarlegur skortur er á tölvumenntuðu fólki á Íslandi í dag, rétt eins og annars staðar í heiminum og því er nauðsynlegt að hvetja sem flesta til að velja upplýsingatæknigeirann sem framtíðarstarfsvettvang.  Sértaklega er áberandi fækkun stúlkna sem sækir í tölvunarfræði og önnur tæknistörf.

Átak er í gangi í flestum evrópuríkjum til að hvetja fólk til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki hér á landi til að styðja við og vekja athygli ungs fólks á tölvugeiranum.

Flestir vita að um hálaunastörf er að ræða en því miður örlar enn á því að margir telja að upplýsingatækni henti körlum miklu frekar en konum og að fólk áttar sig ekki á að það að starfa í tölvugeiranum fer vel saman við hefðbundið fjölskyldulíf þar sem oft er um sveigjanlegan vinnutíma að ræða og öruggt og skemmtilegt starfsumhverfi.  Fjölbreytni verkefna er mikil og upplýsingatæknin er að verða meiri og stærri hluti af daglegu lífi þannig að auðvelt er að velja sér starfssvið sem hentar hverjum og einum.

Þá eru ýmsar ranghugmyndir í gangi, svo sem að einungis strákar sem hafa gaman af tölvuleikjum eigi að fara í tölvunarfræði eða að það að vera góður í stærðfræði sé skilyrði til að vinna í tölvugeiranum. Þessum hugmyndum er erfitt að breyta en vonandi getur almenningur séð það með eigin augum á UTmessunni og fer að spjalla við þá sem vinna í tölvubransanum að fjölbreytileikinn er gífurlegur og ekki er hægt að sjá á útliti eða klæðaburði hverjir eru tölvufólk og hverjir ekki. 

Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Hörpu og sjá hvað er í gangi í upplýsingatæknigeiranum.

Tilgangur UTmessunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag.

Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins og tengja þær atvinnulífinu. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs.    

Hverjir eru á sýningarsvæðinu?

Þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar eru í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki.  Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er mjög fjölbreytt.

Upplýsingatæknimessan og UTmessan eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/vorumerki/

Hvað er Skýrslutæknfélagið:
Heiti félagsins er Skýrslutæknifélag Íslands, stytt í Ský.

Tilgangur:

Ský er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni.  
Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.
 
Hlutverk:
Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar- og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd.
 
Markmið Ský eru:
·          að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar
·          að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna
·          að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni
·          að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni
·          að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni
 
Ský eru óháð félagasamtök þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.  Félagið er rekið sem "non-profit" og hjá því starfar einn starfsmaður.

Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 553-2460 ef þig vantar nánari upplýsingar.